Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 936 (5.3.2020) - Snjómokstur 2020
Málsnúmer202002053
MálsaðiliUmhverfis- og tæknisvið
Skráð afirish
Stofnað dags06.03.2020
Niðurstaða
Athugasemd
TextiByggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð 15 milljónir króna, við deild 10600-4948 vegna snjómoksturs. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn. Jón Ingi greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis. Byggðaráð lýsir yfir áhyggjum sínum af því að það fjármagn, sem er úthlutað til Vegagerðarinnar til snjómoksturs, dugar engan vegin til í árferði eins og verið hefur í vetur. Því er nauðsynlegt að til komi aukafjárveitingar til Vegagerðarinnar til snjómoksturs í Eyjafirði á móti þeim aukafjárveitingum sem sveitarfélögin eru að leggja til. Sveitarstjóra er falið senda slíka beiðni til Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytis. Byggðaráð felur sveitarstjóra að sækja um viðbótarframlög úr Jöfnunarsjóði vegna snjómoksturs veturinn 2019-2020.